„Það er alltaf fúlt að tapa og við erum ósáttir við það og ósáttir við að fá á okkur fjögur mörk. Það er alltaf þannig að þegar þú færð á þig fjögur mörk þá áttu á brattann að sækja.“ Sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari Fram eftir 4-3 tap gegn Þór í dag.
Lestu um leikinn: Þór 4 - 3 Fram
Það er mikill karakter í þessu liði, við sýndum það á móti KA og í dag. Vissulega er það eitthvað sem verulega hægt er að byggja á því þessi íþrótt snýst um karakter.
Við þurfum að skoða hjá okkur hvað er að klikka í vörninni. Það er alltof mikið að fá á sig 7 mörk í fyrstu tveimur leikjunum.
Fótbolti.net hefur öruggar heimildir fyrir því að Kristinn Jónsson þjálfari Framara sé að hætta með liðið af persónulegum ástæðum. Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um málið:
„Ég vil nú sem minnst tala um það. Þú verður að ræða það við einhvern annan en mig."
Nánar er rætt við Aðalstein hér fyrir ofan.
Athugasemdir