Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. maí 2021 22:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einhver lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð Blika spila lengi"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik átti ekki sinn besta leik þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Víkingum í Pepsi Max-deildinni í dag.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum.

Blikarnir voru sérstaklega daprir í fyrri hálfleiknum. Frammistaðan skánaði aðeins í byrjun seinni hálfleiks en Víkingar vörðust vel og bættu svo við tveimur mörkum undir lokn.

Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöð 2 Sport, var á leiknum í Fossvogi og honum fannst ekki mikið koma til Blika í leiknum.

„Maður upplifði það allan leikinn að Víkingar væru með leikinn frá fyrstu mínútu. Manni finnst Blikarnir vera inn í þessu fyrstu tíu mínúturnar en eftir það þá fannst manni Víkingarnir miklu betri," sagði Máni í Stúkunni.

„Miðjan hjá Víkingum, Júlías og Pablo voru vægast sagt frábærir. Þeir unnu ótrúlega vinnu að loka öllum þessum svæðum, þeir hlupu á við tíu fannst manni á tímabili. Blikarnir gerðu lítið annað í fyrri hálfleik en að spila boltanum í öftustu línu sín á milli. Ég er ekki frá því að þetta sé einhver lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð Blika spila lengi."

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var mjög ánægður með fyrri hálfleik sinna manna, hann sagði hann eitthvað það besta sem liðið hefur sýnt undir hans stjórn. „Ég get alveg verið sammála því," sagði Máni og bætti við: „Víkingarnir líta út fyrir að ætla að vera meira með á þessu tímabili en í fyrra."

Máni segist hafa áhyggjur af Blikum, þá sérstaklega varnarlínunni sem virkar ósannfærandi. Það vantar Davíð Örn Atlason og Elfar Freyr Helgason í hana, en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, vonast til þess að þeir hefji æfingar í þessari viku.

„Þetta var alveg ótrúlega hægt í fyrri hálfleik, það var óskiljanlegt að horfa á þetta á köflum," sagði Máni jafnframt um uppspil Blika sem eru með fjögur stig eftir fjóra leiki. Alls ekki það sem þeir voru að vonast eftir.
Arnar: Eitt það besta sem liðið hefur sýnt undir minni stjórn
Óskar Hrafn: Verðum að bera virðingu fyrir þessari stigasöfnun
Athugasemdir
banner
banner
banner