Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
banner
   sun 16. maí 2021 22:32
Anton Freyr Jónsson
Sævar Atli: Mesta víti sem ég hef fengið
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon var frábær í liði Leiknis í kvöld og skoraði tvö mörk þegar hans menn unnu Fylki 3-0 á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld

„Þetta var mjög mikilvægur, koma okkur á blað og fá þrjú stig, erum búnir að vera nálægt því tvisvar á móti Stjörnunni og Breiðablik. Þetta voru virkilega góð þrjú og góð liðsframmistaða."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Leiknismenn áttu margar misheppnaðar sendingar í fyrri hálfleik og náðu ílla að halda boltanum í fyrri hálfleik

„Stress og líka kannski völlurinn smá erfiður á þessum árstíma þó hann sé nokkuð góður og verð að hrósa Aroni vallarstjóra fyrir það. Mér fannst við pressa þá frekar vel og þeir gerðu hinsvegar heldur ekki neitt með boltann."

,,Seinni hálfleikurinn var rosalega mikil stöðubarátta út um allt. Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka í seinni hálfleik, við ætluðum að pressa, virkaði vel í fyrri hálfleik og þetta var stöðubarátta sem við unnum í dag."

Sævar Atli skoraði tvö mörk í kvöld og var sáttur með sinn eigin leik í kvöld.

„Já klárlega, mér fannst ég vera "on" í dag einhverneigin, ég átti "off" leik á móti KA, kom mér ekki mikið í færi en mikilvægt að skora tvö mörk og góð þrjú mörk hjá okkur, gott að skora úr föstu leikatriði líka."

Sævar Atli fékk víti á 90.mínútu eftir baráttu við Ragnar Braga Sveinsson inn á teig Fylkis.

„Arnór Ingi kemur með frábæran bolta sem ég er bara að fara stanga inn og Ragnar Bragi tekur utan á mér hálsinn og handakrikan bara nefndu það og rífur mig bara niður. Þetta var mesta víti sem ég hef fengið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner