Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 16. maí 2021 22:32
Anton Freyr Jónsson
Sævar Atli: Mesta víti sem ég hef fengið
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon var frábær í liði Leiknis í kvöld og skoraði tvö mörk þegar hans menn unnu Fylki 3-0 á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld

„Þetta var mjög mikilvægur, koma okkur á blað og fá þrjú stig, erum búnir að vera nálægt því tvisvar á móti Stjörnunni og Breiðablik. Þetta voru virkilega góð þrjú og góð liðsframmistaða."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Leiknismenn áttu margar misheppnaðar sendingar í fyrri hálfleik og náðu ílla að halda boltanum í fyrri hálfleik

„Stress og líka kannski völlurinn smá erfiður á þessum árstíma þó hann sé nokkuð góður og verð að hrósa Aroni vallarstjóra fyrir það. Mér fannst við pressa þá frekar vel og þeir gerðu hinsvegar heldur ekki neitt með boltann."

,,Seinni hálfleikurinn var rosalega mikil stöðubarátta út um allt. Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka í seinni hálfleik, við ætluðum að pressa, virkaði vel í fyrri hálfleik og þetta var stöðubarátta sem við unnum í dag."

Sævar Atli skoraði tvö mörk í kvöld og var sáttur með sinn eigin leik í kvöld.

„Já klárlega, mér fannst ég vera "on" í dag einhverneigin, ég átti "off" leik á móti KA, kom mér ekki mikið í færi en mikilvægt að skora tvö mörk og góð þrjú mörk hjá okkur, gott að skora úr föstu leikatriði líka."

Sævar Atli fékk víti á 90.mínútu eftir baráttu við Ragnar Braga Sveinsson inn á teig Fylkis.

„Arnór Ingi kemur með frábæran bolta sem ég er bara að fara stanga inn og Ragnar Bragi tekur utan á mér hálsinn og handakrikan bara nefndu það og rífur mig bara niður. Þetta var mesta víti sem ég hef fengið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner