Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   sun 16. maí 2021 22:32
Anton Freyr Jónsson
Sævar Atli: Mesta víti sem ég hef fengið
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon var frábær í liði Leiknis í kvöld og skoraði tvö mörk þegar hans menn unnu Fylki 3-0 á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld

„Þetta var mjög mikilvægur, koma okkur á blað og fá þrjú stig, erum búnir að vera nálægt því tvisvar á móti Stjörnunni og Breiðablik. Þetta voru virkilega góð þrjú og góð liðsframmistaða."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Leiknismenn áttu margar misheppnaðar sendingar í fyrri hálfleik og náðu ílla að halda boltanum í fyrri hálfleik

„Stress og líka kannski völlurinn smá erfiður á þessum árstíma þó hann sé nokkuð góður og verð að hrósa Aroni vallarstjóra fyrir það. Mér fannst við pressa þá frekar vel og þeir gerðu hinsvegar heldur ekki neitt með boltann."

,,Seinni hálfleikurinn var rosalega mikil stöðubarátta út um allt. Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka í seinni hálfleik, við ætluðum að pressa, virkaði vel í fyrri hálfleik og þetta var stöðubarátta sem við unnum í dag."

Sævar Atli skoraði tvö mörk í kvöld og var sáttur með sinn eigin leik í kvöld.

„Já klárlega, mér fannst ég vera "on" í dag einhverneigin, ég átti "off" leik á móti KA, kom mér ekki mikið í færi en mikilvægt að skora tvö mörk og góð þrjú mörk hjá okkur, gott að skora úr föstu leikatriði líka."

Sævar Atli fékk víti á 90.mínútu eftir baráttu við Ragnar Braga Sveinsson inn á teig Fylkis.

„Arnór Ingi kemur með frábæran bolta sem ég er bara að fara stanga inn og Ragnar Bragi tekur utan á mér hálsinn og handakrikan bara nefndu það og rífur mig bara niður. Þetta var mesta víti sem ég hef fengið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner