Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 16. maí 2021 22:32
Anton Freyr Jónsson
Sævar Atli: Mesta víti sem ég hef fengið
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon var frábær í liði Leiknis í kvöld og skoraði tvö mörk þegar hans menn unnu Fylki 3-0 á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld

„Þetta var mjög mikilvægur, koma okkur á blað og fá þrjú stig, erum búnir að vera nálægt því tvisvar á móti Stjörnunni og Breiðablik. Þetta voru virkilega góð þrjú og góð liðsframmistaða."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Leiknismenn áttu margar misheppnaðar sendingar í fyrri hálfleik og náðu ílla að halda boltanum í fyrri hálfleik

„Stress og líka kannski völlurinn smá erfiður á þessum árstíma þó hann sé nokkuð góður og verð að hrósa Aroni vallarstjóra fyrir það. Mér fannst við pressa þá frekar vel og þeir gerðu hinsvegar heldur ekki neitt með boltann."

,,Seinni hálfleikurinn var rosalega mikil stöðubarátta út um allt. Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka í seinni hálfleik, við ætluðum að pressa, virkaði vel í fyrri hálfleik og þetta var stöðubarátta sem við unnum í dag."

Sævar Atli skoraði tvö mörk í kvöld og var sáttur með sinn eigin leik í kvöld.

„Já klárlega, mér fannst ég vera "on" í dag einhverneigin, ég átti "off" leik á móti KA, kom mér ekki mikið í færi en mikilvægt að skora tvö mörk og góð þrjú mörk hjá okkur, gott að skora úr föstu leikatriði líka."

Sævar Atli fékk víti á 90.mínútu eftir baráttu við Ragnar Braga Sveinsson inn á teig Fylkis.

„Arnór Ingi kemur með frábæran bolta sem ég er bara að fara stanga inn og Ragnar Bragi tekur utan á mér hálsinn og handakrikan bara nefndu það og rífur mig bara niður. Þetta var mesta víti sem ég hef fengið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner