Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   sun 16. maí 2021 22:32
Anton Freyr Jónsson
Sævar Atli: Mesta víti sem ég hef fengið
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon var frábær í liði Leiknis í kvöld og skoraði tvö mörk þegar hans menn unnu Fylki 3-0 á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld

„Þetta var mjög mikilvægur, koma okkur á blað og fá þrjú stig, erum búnir að vera nálægt því tvisvar á móti Stjörnunni og Breiðablik. Þetta voru virkilega góð þrjú og góð liðsframmistaða."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Leiknismenn áttu margar misheppnaðar sendingar í fyrri hálfleik og náðu ílla að halda boltanum í fyrri hálfleik

„Stress og líka kannski völlurinn smá erfiður á þessum árstíma þó hann sé nokkuð góður og verð að hrósa Aroni vallarstjóra fyrir það. Mér fannst við pressa þá frekar vel og þeir gerðu hinsvegar heldur ekki neitt með boltann."

,,Seinni hálfleikurinn var rosalega mikil stöðubarátta út um allt. Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka í seinni hálfleik, við ætluðum að pressa, virkaði vel í fyrri hálfleik og þetta var stöðubarátta sem við unnum í dag."

Sævar Atli skoraði tvö mörk í kvöld og var sáttur með sinn eigin leik í kvöld.

„Já klárlega, mér fannst ég vera "on" í dag einhverneigin, ég átti "off" leik á móti KA, kom mér ekki mikið í færi en mikilvægt að skora tvö mörk og góð þrjú mörk hjá okkur, gott að skora úr föstu leikatriði líka."

Sævar Atli fékk víti á 90.mínútu eftir baráttu við Ragnar Braga Sveinsson inn á teig Fylkis.

„Arnór Ingi kemur með frábæran bolta sem ég er bara að fara stanga inn og Ragnar Bragi tekur utan á mér hálsinn og handakrikan bara nefndu það og rífur mig bara niður. Þetta var mesta víti sem ég hef fengið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner