Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. maí 2021 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru 4-0 undir í hálfleik fyrir tveimur árum - Breytt staða núna
Jessica Carter hefur ekkert ráðið við Caroline Graham Hansen.
Jessica Carter hefur ekkert ráðið við Caroline Graham Hansen.
Mynd: EPA
Það er kominn hálfleikur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og er staðan 4-0 fyrir Barcelona.

Sjá einnig:
Ótrúleg byrjun í úrslitaleiknum - „Chelsea hefur engin svör"

Chelsea hefur litið skelfilega út í fyrri hálfleiknum á meðan Barcelona hefur leikið á als oddi.

Chelsea lenti undir strax á fyrstu mínútur með ótrúlega klaufalegu sjálfsmarki. Fran Kirby ætlaði að hreinsa en setti boltann Melanie Leupolz og þaðan fór boltinn í markið.

Á tólftu mínútu fékk Barcelona vítaspyrnu, frekar 'soft' vítaspyrnu en dómarinn dæmdi og Alexia Putellas skoraði. Svo skoraði Aitiana Bonmati þriðja markið á 20. mínútu og Caroline Graham Hansen fjórða markið á 36. mínútu.

Þetta er annar úrslitaleikur Barcelona. Þær komust líka í úrslit fyrir tveimur árum síðan en þá voru þær 4-0 undir í hálfleik gegn Lyon. Núna, tveimur árum síðar, eru þær 4-0 yfir í hálfleik. Margt breyst á tveimur árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner