mán 16. maí 2022 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Oliver að vinna sig til baka á sínum knattspyrnuferli"
Oliver
Oliver
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson lék einungis fyrri hálfleikinn með ÍA gegn KA í gær. Oliver hefur undanfarin ár glímt við langvarandi meiðsli en byrjaði Íslandsmótið virkilega vel og fékk ÍA ekki á sig mark með hann innanborðs í fyrstu leikjunum.

Oliver lék hálfleik í fyrstu umferð, svo heilan leik, var svo frá í einn leik vegna veikinda, lék hálfleik í fjórðu umferð og 75 mínútur gegn Val í fimmtu umferð og loks hálfleik í gær. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var spurður út í skiptinguna á Oliver í gær.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 KA

„Það er auðvitað það sama, Oliver er bara í ferli og er að vinna sig til baka á sínum knattspyrnuferli. Hann er búinn að vera frá í þrjú ár og þetta verður bara svona. Við erum í ákveðnu prógrami með hann, að byggja hann upp," sagði Jón Þór.

„Á þessum fyrsta hluta Íslandsmótsins er þetta svona sem hann spilar sig aftur í gang og þetta var verkefnið með hann og er verkefnið hans. Það er ekkert nýtt í því og við erum bara að halda plani með það."

Oliver er uppalinn hjá ÍA en er á láni hjá félaginu frá sænska félaginu Norrköping.

Meiðsli og veikindi
Bakverðirnir Johannes Vall og Jón Gísli Eyland voru utan hóps í gær.

„Við erum í smá brasi, Johannes tognaði á móti Val - smávægileg tognun aftan í læri erum við að vona. Hann verður eitthvað frá og Jón Gísli veiktist í gær. Það eru veikind sem eru búin að herja á okkur og við erum búnir að missa menn út af því."
Jón Þór: Þurfum að hætta að spila gegn sjálfum okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner