Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 16. júní 2022 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Jó: Við tökum ábyrgð eins og þjálfararnir
Aron skoraði af löngu færi í kvöld.
Aron skoraði af löngu færi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ef við horfum á það sem er búið að ganga á, þá höfum við verið í erfiðum kafla síðustu nokkra leiki. Eftir svona langt frí hefðum við ekki geta beðið um betri leik en besta liðið í landinu. Við sýndum að við getum unnið öll þessi lið og frábært að við náum sigurmarkinu í lokin og fáum týpískt Valsmark. Frábær bolti frá Sigga og Patrick tryggir okkur sigurinn," sagði Aron Jóhannsson sem skoraði sitt fyrsta mark fyrri Val í 3 - 2 sigri á toppliði Breiðabliks í Bestu-deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður um framtíð Heimis Guðjónssonar í þjálfarastól Vals en liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir landsleikjahlé sem hófst í lok síðasta mánaðar.

„Við tökum ábyrgð á þessu, eins og þjálfararnir og allir í kring. Það er ekki einn maður sem ber ábyrgð á þessu og við fórum út með karakter í dag og sýndum að það er mikill karakter í þessu liði. Þegar hlutirnir fara að ganga með okkur munum við verða hættulegir," sagði Aron.

Hann skoraði fyrsta markið í leiknum í kvöld, og hans fyrsta mark á Íslandsmótinu í sumar.

„Ég vann boltann af Damir, Blikarnir spila frábæran fótbolta og eru frábært lið en við vitum að þeir spila risky fótbolta. Anton var því svolítið framarlega svo það var bara að láta vaða. Ég er kominn á þann aldur að ég horfi frekar á frammistöðu hjá mér en mörk og finst ég hafa átt marga góða leiki þó það hafi ekki verið komin mörk. Það var samt frábært að hjálpa liðinu með marki."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner