Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 16. júní 2022 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Jó: Við tökum ábyrgð eins og þjálfararnir
Aron skoraði af löngu færi í kvöld.
Aron skoraði af löngu færi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ef við horfum á það sem er búið að ganga á, þá höfum við verið í erfiðum kafla síðustu nokkra leiki. Eftir svona langt frí hefðum við ekki geta beðið um betri leik en besta liðið í landinu. Við sýndum að við getum unnið öll þessi lið og frábært að við náum sigurmarkinu í lokin og fáum týpískt Valsmark. Frábær bolti frá Sigga og Patrick tryggir okkur sigurinn," sagði Aron Jóhannsson sem skoraði sitt fyrsta mark fyrri Val í 3 - 2 sigri á toppliði Breiðabliks í Bestu-deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður um framtíð Heimis Guðjónssonar í þjálfarastól Vals en liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir landsleikjahlé sem hófst í lok síðasta mánaðar.

„Við tökum ábyrgð á þessu, eins og þjálfararnir og allir í kring. Það er ekki einn maður sem ber ábyrgð á þessu og við fórum út með karakter í dag og sýndum að það er mikill karakter í þessu liði. Þegar hlutirnir fara að ganga með okkur munum við verða hættulegir," sagði Aron.

Hann skoraði fyrsta markið í leiknum í kvöld, og hans fyrsta mark á Íslandsmótinu í sumar.

„Ég vann boltann af Damir, Blikarnir spila frábæran fótbolta og eru frábært lið en við vitum að þeir spila risky fótbolta. Anton var því svolítið framarlega svo það var bara að láta vaða. Ég er kominn á þann aldur að ég horfi frekar á frammistöðu hjá mér en mörk og finst ég hafa átt marga góða leiki þó það hafi ekki verið komin mörk. Það var samt frábært að hjálpa liðinu með marki."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner