Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 16. júní 2022 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Jó: Við tökum ábyrgð eins og þjálfararnir
Aron skoraði af löngu færi í kvöld.
Aron skoraði af löngu færi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ef við horfum á það sem er búið að ganga á, þá höfum við verið í erfiðum kafla síðustu nokkra leiki. Eftir svona langt frí hefðum við ekki geta beðið um betri leik en besta liðið í landinu. Við sýndum að við getum unnið öll þessi lið og frábært að við náum sigurmarkinu í lokin og fáum týpískt Valsmark. Frábær bolti frá Sigga og Patrick tryggir okkur sigurinn," sagði Aron Jóhannsson sem skoraði sitt fyrsta mark fyrri Val í 3 - 2 sigri á toppliði Breiðabliks í Bestu-deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður um framtíð Heimis Guðjónssonar í þjálfarastól Vals en liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir landsleikjahlé sem hófst í lok síðasta mánaðar.

„Við tökum ábyrgð á þessu, eins og þjálfararnir og allir í kring. Það er ekki einn maður sem ber ábyrgð á þessu og við fórum út með karakter í dag og sýndum að það er mikill karakter í þessu liði. Þegar hlutirnir fara að ganga með okkur munum við verða hættulegir," sagði Aron.

Hann skoraði fyrsta markið í leiknum í kvöld, og hans fyrsta mark á Íslandsmótinu í sumar.

„Ég vann boltann af Damir, Blikarnir spila frábæran fótbolta og eru frábært lið en við vitum að þeir spila risky fótbolta. Anton var því svolítið framarlega svo það var bara að láta vaða. Ég er kominn á þann aldur að ég horfi frekar á frammistöðu hjá mér en mörk og finst ég hafa átt marga góða leiki þó það hafi ekki verið komin mörk. Það var samt frábært að hjálpa liðinu með marki."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan.


Athugasemdir