fim 16. júní 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool nær samkomulagi um kaup á Ramsay
Ramsay á Laugardalsvelli (gegn Breiðabliki) í fyrra.
Ramsay á Laugardalsvelli (gegn Breiðabliki) í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool hefur, samkvæmt heimildum The Times og Daily Mail, náð samkomulagi við Aberdeen um kaup á hægri bakverðinum Calvin Ramsay.

Ramsay sem er átján ára gamall er sagður kosta 4 milljónir punda og möguleiki á því að Aberdeen fái 2,5 milljónir punda í viðbót í bónusgreiðslum.

Ef kaupin ganga í gegn þá er líklegt að Liverpool sé búið að ljúka sér af á félagsskiptamarkaðnum.

Kaupin yrðu þau þriðju hjá félaginu í sumar en Fabio Carvalho og Darwin Nunez eru þegar gengnir í raðir félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner