Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingalandsleikir: Luis Díaz skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru tveir æfingalandsleikir fram hjá Suður-Ameríkuþjóðum í gær þar sem Kólumbía lagði Bólivíu að velli 3-0 í síðasta leik liðanna fyrir Copa América.

Jhon Arias, miðjumaður Fluminense í Brasilíu, skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu og tvöfaldaði nafni hans Jhon Cordoba, framherji Krasnodar í Rússlandi, forystuna 20 mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Luis Díaz.

Díaz, sem leikur sem kantmaður hjá Liverpool, innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki leiksins á 41. mínútu.

Meira var ekki skorað í æfingaleiknum og urðu lokatölur 3-0 fyrir Kólumbíu, sem er með Paragvæ, Kosta Ríka og Brasilíu í riðli á Copa América.

Bólivía er í riðli með heimamönnum í Bandaríkjunum, Úrúgvæ og Panama.

Edison Flores skoraði þá eina mark leiksins er Perú lagði El Salvador að velli. Gianluca Lapadula, framherji Cagliari á Ítalíu, lagði markið upp.

Perú er lakasta liðið í dauðariðli með Síle, Kanada og Argentínu í Copa América, en El Salvador tekur ekki þátt.

Kólumbía 3 - 0 Bólivía
1-0 Jhon Arias ('5)
2-0 Jhon Cordoba ('25)
3-0 Luis Diaz ('41)

El Salvador 0 - 1 Perú
0-1 Edison Flores ('17)
Athugasemdir
banner
banner