Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Luka Jovic búinn að samþykkja framlengingu hjá Milan
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Allt bendir til þess að serbneski framherjinn Luka Jovic verði áfram hjá AC Milan á næstu leiktíð en núverandi samningur hans við félagið rennur út um næstu mánaðamót.

Milan bauð honum samningsframlengingu á núverandi kjörum og er Jovic búinn að samþykkja það tilboð, samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Jovic er 26 ára gamall og hefur átt erfitt uppdráttar eftir að hann gerði frábæra hluti á láni hjá Eintracht Frankfurt í þýska boltanum.

Real Madrid keypti hann fyrir 60 milljónir evra sumarið 2019 en Jovic stóðst engan veginn þær væntingar sem til hans voru gerðar og hefur ekki náð sér almennilega á strik aftur.

Milan krækti í Jovic á frjálsri sölu í fyrra og kom Serbinn að 10 mörkum í 30 leikjum með félaginu. Jovic kom oftar en ekki inn af varamannabekknum og spilaði því í heildina um 1300 mínútur á tímabilinu. Hann kom því með beinum hætti að marki á 130 mínútna fresti.

Jovic á 10 mörk í 35 landsleikjum fyrir Serbíu og er í hópnum sem er á EM í Þýskalandi. Serbar spila sinn fyrsta leik í kvöld, gegn stjörnum prýddu liði Englands.

Milan er enn í framherjaleit eftir brottför Olivier Giroud frá félaginu. Það verður áhugavert að fylgjast með hver mun veita Jovic samkeppni um byrjunarliðssæti á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner