Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Man City, Man Utd og Arsenal settu sig í samband við PSG
Xavi Simons var á sínum stað í byrjunarliði Hollands í fyrstu umferð Evrópumótsins gegn Póllandi.
Xavi Simons var á sínum stað í byrjunarliði Hollands í fyrstu umferð Evrópumótsins gegn Póllandi.
Mynd: EPA
Það eru mörg stórlið víða um Evrópu sem hafa sett sig í samband við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain vegna ungstirnisins Xavi Simons.

Simons virðist ekki eiga sæti í liði PSG á næstu leiktíð og vill franska stórveldið lána hann út.

Simons átti frábært tímabil á láni hjá Leipzig á síðustu leiktíð en hann er aðeins 21 árs gamall og mikilvægur partur af hollenska landsliðinu.

L'Equipe í Frakklandi greinir frá því að Englandsmeistarar Manchester City eru meðal félaga sem hafa sett sig í samband við PSG vegna áhuga á Simons. Manchester United og Arsenal eru einnig nefnd til sögunnar, en hingað til var vitað af áhuga frá RB Leipzig og FC Bayern.

PSG er ekki talið hafa áhuga á að selja Simons, sem á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner