Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. júlí 2020 15:38
Magnús Már Einarsson
Atli Steinar í fimm leikja bann
Úr leiknum á föstudag.
Úr leiknum á föstudag.
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Úr leiknum á föstudag.
Úr leiknum á föstudag.
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað Atla Steinar Ingason, leikmann Skallagríms, í fimm leikja bann fyrir kynþáttafordóma í leik gegn Berserkjum í 4. deildinni síðastliðið föstudagskvöld.

Auk þess sætir Atli Steinar banni frá leikvelli Skallagríms í Borgarnesi á meðan leikbannið varir. Knattspyrnudeild Skallagríms skal sæta sekt að upphæð kr. 100.000 til KSÍ.

Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja, varð fyrir kynþáttafordómum frá Atla í leiknum.

Twana Khalid Ahmad var dómari leiksins og talaði hann ensku við leikmenn í leiknum. Hann skildi því ekki hvað fór fram á milli leikmanna. Atvikið átti sér stað í byrjun seinni hálfleiks í leiknum en Atli fékk enga refsingu í leiknum sjálfum.

Málið fór fyrir aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem kvað upp dóm sinn í dag.

„Mál þetta fellur undir lögsögu Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í samræmi við ákvæði 6.2. og 6.3. í reglugerð um aga- og úrskurðarmál. Í samræmi við ákvæðin úrskurðar Aga- og úrskurðarnefnd m.a. um mál sem nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau. Nefndin getur úrskurðað um alvarleg agabrot sem dómari og aðstoðarmenn hans sáu ekki í leik og brugðust því ekki við. Nefndin skal í slíkum tilfellum óska eftir athugasemdum viðkomandi aðila," segir á vef KSÍ.

„Á aukafundi nefndarinnar 16. júlí var tekin fyrir greinargerð sem barst til nefndarinnar frá aðstoðardómara í umræddum leik. Greinargerðin, sem barst skrifstofu KSÍ þann 11. júlí sl., var send til knattspyrnudeildar Skallagríms og félaginu gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum í málinu á framfæri við nefndina. Á aukafundi nefndarinnar 16. júlí lá fyrir greinargerð sem barst nefndinni þann 15. júlí frá knattspyrnudeild Skallagríms."

Smelltu hér til að skoða úrskurðinn í heild sinni

Í greinargerð sem Skallagrímur sendi KSÍ segir meðal annars: „Þetta atvik og öll umræða í kjölfar hennar hefur reynt mjög á leikmenn og þjálfara Skallagríms, en hópurinn hefur staðið þétt saman. Það er vissulega líka sárt að horfa upp á leikmanns liðsins brjóta af sér á óafsakanlegan hátt, en við treystum því að aganefnd KSÍ taki á þessu máli með viðeigandi og sanngjörnum hætti. Við vonumst jafnframt til þess að leikmaðurinn sem í hlut á læri af biturri reynslu, þiggi aðstoð og nýti væntanlegt keppnisbann til að vinna úr sínum málum.“

Sjá einnig:
Leikmaður Berserkja kallaður apaköttur og sagt að fara heim til Namibíu
Ábendingar um að sami maður hafi fengið tveggja ára bann frá KSÍ 2015
Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar: Ummælin áttu ekki að vera rasísk
Yfirlýsing frá Skallagrími: Gripið til viðeigandi ráðstafana
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner