Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. júlí 2020 16:35
Magnús Már Einarsson
Logi Ólafs og Eiður Smári taka við FH (Staðfest)
Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson taka við FH.
Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson taka við FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið ráðnir aðalþjálfarar FH út þetta tímabil í Pepsi Max-deildinni.

Þeir taka við við starfinu af Ólafi Kristjánssyni sem er farinn frá FH en hann er tekinn við Esbjerg í dönsku B-deildinni.

Logi er margreyndur í bransanum en hann þjálfaði FH 2000-2001. Á ferli sínum hefur hann einnig þjálfað íslenska landsliðið, Víking, ÍA, KR, og Selfoss til að mynda.

Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins en leikmannaferil hans þekkja allir enda einn besti fótboltamaður Íslandssögunnar. Hann lyfti bikurum með Barcelona og Chelsea auk þess að spila fyrir íslenska landsliðið.

FH er sem stendur í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvo sigra úr fimm leikjum en liðið tapaði síðasta leik á heimavelli gegn Fylki.

Næsti leikur FH-inga er á laugardaginn þegar þeir heimsækja botnlið Fjölnis í Grafarvog.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner