Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   fös 16. júlí 2021 09:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ancelotti vill fá Salah - Lingard til Atletico
Powerade
Stútfullur pakki þennan föstudaginn.



Tottenham gæti reynt að fá Lorenzo Pellegrini (25) frá Roma. Hann kostar 26 milljónir punda. (Athletic)

Arsenal hefur áhuga á að fá Tammy Abraham (23) frá Chelsea. Inter og Tottenham hefur einnig boðist að fá Tammy. Chelsea fylgist með Harry Kane (27) og Romelu Lukaku (28). (Telegraph)

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid vill fá Mo Salah (29) frá Liverpool ef Kylian Mbappe (22) kemur ekki frá PSG í sumar. (Fichajes)

Tottenham vill fá Danny Ings (28) frá Southamton. Dýrlingarnir vilja ekki selja til Tottenham. (Standard)

Jesse Lingard (28) hefur verið orðaður við spænsku meistarana í Atletico Madrid. West Ham hefur einnig áhuga á þessum leikmanni Man Utd. (90min)

Liverpool og Tottenham hafa áhuga á Dusan Vlahovic (21) framherja Fiorentina. Fiorentina er að reyan endursemja við framherjann. (Calciomercato)

Real Madrid er búið að sætta sig við að Raphael Varane (28) muni ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og bíður spænska félagið etir tilboði frá Man Utd. (Goal)

Varane er nálægt því að fara til United og Kieran Trippier (30) hjá Atletico er einnig við það að ganga í raðir United. (Sun)

Arsenal og Tottenham berjast um að fá Houssem Aouar (23) frá Lyon. (Le10Sport)

Juventus reynir að fá Gabriel Jesus (24) frá Manchester City. (Sun)

Everton er tilbúið að hlusta á tilboð í sex leikmenn í aðalliðshópnum. James Rodriguez (30) er einn þeirra. (Telegraph)

Tottenham er að nálgast samkomulag við Bologna um kaup á Takehiro Tomiyaso (22) frá ítalska félaginu. (Football Insider)

Nýliðar Brentford eru tilbúnir að bjóða 13,5 milljónir punda í Kristoffer Ajer (23) varnarmann Celtic. (Sun)

Emerson Palmieri (26) er eftirsóttur af Inter, Roma og Napoli á Ítalíu. Chelsea er sagt vilja losa bakvörðinn. (Calciomercato)

Newcastle leggur höfuðáherslu á að kaupa Joe Willock (21) af Arsenal í sumar. (Chronicle)

AC Milan hefur neitað 34 milljóna puna tilboði PSG í Theo Hernandez (23). (Tuttosport)

Inter segir að Nicolo Barella (24) sé ósnertanlegur en Liverpool og Manchester United vilja miðjumanninn. (Fabrizio Romano)

Everton ætlar að fá Francis Okoronkwo frá Sunderland. Okoronkwo er sextán ára framherji. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner