Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 16. júlí 2021 22:03
Victor Pálsson
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik í úrslit eftir ótrúlega dramatík - Tvö mörk í blálokin
Dramatík!
Dramatík!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 3 Valur
1-0 Agla María Albertsdóttir ('21 )
2-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('47 )
2-1 Mary Alice Vignola ('48 )
2-2 Ída Marín Hermannsdóttir ('65 )
3-2 Taylor Marie Ziemer ('74 )
3-3 Fanndís Friðriksdóttir ('90 )
4-3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90 )

Lestu um leikinn

Það fór fram gríðarlega fjörugur undanúrslitaleikur í Mjólkurbikar kvenna í kvöld er Breiðablik og Valur áttust við.

Fyrr í kvöld tryggði Þróttur Reykjavík sér sæti í úrslitaleiknum en liðið vann sannfærandi 4-0 sigur á FH.

Breiðablik byrjaði leikinn á heimavelli betur í kvöld og komst yfir með fínu marki frá Öglu Maríu Albertsdóttur á 21. mínútu.

Annað mark Blika var svo skorað snemma í seinni hálfleik en Selma Sól Magnúsdóttir gerði það.

Valskonur gáfust þó alls ekki upp og einni mínútu síðar minnkaði Mary Alice Vignola metin og staðan orðin 2-1.

Ída Marín Hermannsdóttir skoraði svo annað mark Vals á 65. mínútu en hún afgreiddi fyrirgjöf Sólveigu Larsen í netið.

Ekki löngu seinna var staðan orðin 3-2 fyrir Blikum en varamaðurinn Taylor Marie Ziemer skoraði þá þriðja mark þeirra grænklæddu stuttu eftir að hafa komið inná.

Staðan var 3-2 þar til á 90. mínútu er Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin gegn sínum gömlu félögum eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Þetta mark dugði Val hins vegar aðeins í einhverjar sekúndur en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í gegnum vörn gestaliðsins í næstu sókn og skoraði fjórða mark Blika.

Ótrúlegur 4-3 sigur Breiðabliks staðreynd og mætir liðið Þrótt í úrslitaleiknum í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner