Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   lau 16. júlí 2022 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Áttaði sig á því hvers vegna hún var pirraðari en vanalega
Icelandair
Dagný og Brynjar Atli
Dagný og Brynjar Atli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtileg stund eftir leikinn gegn Belgíu
Skemmtileg stund eftir leikinn gegn Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það verður farið yfir franska liðið í kvöld
Það verður farið yfir franska liðið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir ræddi við Fótbolta.net í garðinum við Crewe Hall hótelið þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan liðið tekur þátt í Evrópumótinu.

Liðið lék gegn Ítalíu í öðrum leik riðlakeppninnar á fimmtudag og lokaleikur liðsins í riðlinum er svo gegn Frakklandi á mánudag.

„Í gær snerist þetta fyrst og fremst um að ná orkunni aftur upp eftir leikinn, reyna sofa eitthvað og borða vel. Þær sem spiluðu minna tóku æfingu af mikilli ákefð í gær á meðan við sem spiluðum mikið tókum létta æfingu. Við fórum í ísbað, vorum að teygja, rúlla og fengum meðferðir og svona - reyna jafna sig eins mikið og hægt er eftir leikinn," sagði Dagný.

„Svo fengum við frídag í dag, sem var alveg kærkominn, var langt frá síðasta frídegi og leikmenn fengu val hvort þeir fóru inn í Manchester að hitta fjölskyldu og vini eða væru hérna á hótelinu."

Dagný segir að það hafi verið misjafnt hvað leikmenn ákváðu að gera. En hvað gerði hún í gær?

„Ég ákvað að vera hérna á hótelinu og fá manninn minn og strákinn í heimsókn í staðinn fyrir að hitta alla í Manchester. Ég er búin að spila mikið í síðustu tveimur leikjum og ég hugsaði að þetta væri það besta fyrir mig til að ná eins mikilli orku upp og ég gæti. Ég er ekki búin að eyða heilum degi með syni mínum í þrjár vikur þannig það virkilega notalegt og kærkomið að fá hann loksins á hótelið."

Gastu þá aðeins hugsað minna um fótbolta?

„' En svo var það bara það að vanalega hitti ég son minn strax eftir leik og þá er maður ekki að pæla í fótbolta. En þegar maður er núna í svona fótboltaumhverfi þá hefur maður allan tímann til að hugsa stanslaust um fótbolta. Það var virkilega gott að fá hann og fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað."

Sjá einnig:
Dreymdi um að vera boltasækir - Glöð að sonurinn fái svona upplifun

Allt opið ennþá
Hvernig hugsar þú og þið leikmenn um stöðuna, tvö stig eftir tvo leiki?

„Ef þú hefðir spurt mig fyrir mót þá hefði ég verið til í að vera búin að vinna eitthvað. Auðvitað er maður í þessu til þess að vinna og við værum alveg til í að vera með fleiri stig. En eins og staðan er núna þá erum við með tvö stig og erum með tvö stig í riðlinum og það er allt opið ennþá. Ég held að eins og staðan er núna þá þurfum við fyrst og fremst að hugsa um sjálfar okkur. Við vitum að leikurinn á móti Frökkum verður ótrúlega erfiður en ef við spilum vel þá getum við unnið, getum náð í stig."

Hvað vitiði um franska liðið?

„Ég get ekki sagt þér neinar innherjaupplýsingar, það er fundur í kvöld og þá förum við meira í það. Þær eru með frábæra leikmenn í öllum stöðum og þvílíkt stóran og flottan hóp. Þær eru komnar áfram og við vitum ekki hvort þær setja ellefu ferska leikmenn inn á eða vilja halda í einhverjar sem eru búnar að spila meira. Þess vegna snýst mest um að við hugsum mest um okkur."

„Þær eru með hörkulið og við mættum þeim held ég seinast 2017 og þá var það hörkuleikur sem við töpuðum 1-0 á vítaspyrnudómi þegar lítið var eftir. Við þurfum að spila góðan leik,"
sagði Dagný.

Leikurinn á mánudag hefst klukkan 19:00 á íslenskum tíma. Viðtalið við Dagnýju má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner