Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 16. júlí 2023 17:11
Sölvi Haraldsson
Baldvin Már: Leikplanið gekk út á það að drulla inn þessum þremur stigum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög kærkomið. Við erum búnir að vera mjög óheppnir á heimavelli í sumar. Sérstaklega gegn Fjölni í fyrsta leik sem var bara að allra mati mjög ósanngjarnt. Við gáfum Skaganum líka alvöru leik hérna heima. Það er mjög kærkomið að vinna loksins hérna heima og þetta var lífsnauðsynlegur sigur.“ sagði Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, eftir fyrsta heimasigur Ægis á tímabilinu.


Lestu um leikinn: Ægir 1 -  0 Njarðvík

Arnar talaði um það að þeir hafi verið betri í dag, ertu sammála eða ósammála því?

Nei ég er ekki sammála því. Leikplanið okkar gekk út á það að drulla inn þessum þremur stigum. Sama hversu ljótt það þurfti að vera. Njarðvík fengu ekki betri færi en við í þessum leik. Við skoruðum eina mark leiksins úr hornspyrnu og vorum klaufar að bæta ekki við í seinni hálfleik þegar Tokic reynir að hlaupa 40 metra einn í stað þess að senda hann yfir á Ivo se er hraðari leikmaður. Tokic var líka í dauðafæri þegar hann fer niður og reynir að fá vítaspyrnu, sem var aldrei víti. Ég held að færin hafi verið betri og öflugri okkar meginn. Njarðvík mátti rúlla boltanum til baka og til hliðar mín vegna en þeir voru ekki betri útaf því.“

Talandi um markið hjá Tokic, það er ekki hægt að ráða við hann í þessari stöðu.

Hann er svo kallaður 'fox in the box'. Hann gerir þetta hrikalega vel og plantar sér við markteiginn og Sladjan kemur með frábæra fasta sendingu inn á markteiginn. Þegar Tokic vinnur þessa stöðu þá er boltinn bara á leiðinni á markið og inn fer hann.

Þessi sigur hæytur að gefa ykkur mikla orku fyrir næstu leiki.

Klárlega. Við erum aðeins að breyta til hjá okkur líka. Það kom inn frétt í gær á fótbolti.net um nýja leikmanninn okkar sem ég átti eftir að tilkynna en hann var í liðstjórn í dag og fær leikheimild á miðvikudaginn og verður klár fyrir leikinn á móti Fjölni. Ég held að leikheimildin verði líka klár fyrir David sem er Serbneskur Króati og var líka mættur hérna í dag að horfa á leikinn. Það eru svosem líka strákar að fara hjá okkur en við erum að reyna að styrkja liðið. Við ætlum ekki að kasta inn hvíta handklæðinu. Við ætlum að vera með og berjast til síðasta dags. Við erum búnir að sýna það í sumar að við erum ekki fallbyssufóður.

Hvað munu þessir leikmenn sem þið fáið á miðvikudaginn gefa ykkur?

Cande er djúpur miðjumaður, lítill og með mikla hlaupagetur, hrikalega skemmtilegur. David er sóknamaður, hávaxinn, sterkur og með góðan vinstri fót. Hann getur spilað á kantinum og frammi. Hann kemur inn með það sem okkur vantar sem eru mörk. Frammistaðan hefur verið mjög góð en það vantar eitthvað auka eins og að vera sterkari inni í teigunum, bæði sóknarlega og varnarlega.

Fyrsta skiptið sem þið haldið hreinu í dag, þú hlýtur að vera ánægður með það.

Já klárlega. Eins og ég sagði að þá fannst mér þetta vera sanngjarnt. Mér fannst Njarðvíkingarnir ekki fá nein færi. Markmaðurinn þurfti ekki að verja mikið. Hann greip inn í fyrirgjafir þegar hann þurfti til þess. Annars komust þeir lítið áleiðis í átt að markinu okkar. Við vildum ekki gefa Oumar Diouck eða Rafael Victor nein færi og við náðum því. Allir í vörninni voru frábærir og verðskulduðu það að halda hreinu.“ sagði Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, eftir fyrsta heimasigur Ægismanna á tímabilinu. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner