Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   þri 16. júlí 2024 10:05
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: HK 
Aziz hættur hjá HK (Staðfest)
Aziz leitar á aðrar slóðir.
Aziz leitar á aðrar slóðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK tilkynnti í dag að félagið hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi við miðjumanninn Marciano Aziz sem leitar nú á önnur mið. Ekki kemur fram hvert hann er að fara.

Aziz vakti mikla athygli með Aftureldingu í Lengjudeildinni sumarið 2022 og færði svo yfir í Bestu-deildina til HK þar sem hann hefur verið síðan.

Hann spilaði 39 leiki fyrir HK og skoraði í þeim fimm mörk.

HK er í 10. sæti Bestu-deildarinnar með 13 stig eftir fyrstu 14 umferðirnar. Liðið hefur unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli en tapað 9.

Tilkynning HK:
- Marciano Aziz kveður H
Marciano Aziz og HK hafa komist að samkomulagi um að ljúka sínu samstarfi.

Marciano gekk til liðs við HK frá Aftureldingu fyrir tímabilið 2023 og lék 39 leiki fyrir félagið ásamt því að skora 5 mörk.

Við viljum þakka Marciano fyrir hans framlag til HK og í leiðinni óska honum góðs gengis á nýjum slóðum.
Athugasemdir
banner
banner