Heimild: mbl.is
Hörður Magnússon kemur inn í lýsendahóp enska boltans hjá Símanum á komandi tímabili en frá þessu er greint á mbl.is.
Síminn verður áfram með ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili en eftir ár flyst útsendingarétturinn á Stöð 2 Sport.
Síminn verður áfram með ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili en eftir ár flyst útsendingarétturinn á Stöð 2 Sport.
Hörður lýsti enska boltanum á Stöð 2 Sport á sínum tíma en undanfarin ár hefur hann lýst leikjum á Viaplay og RÚV.
„Ég hef þekkt Hödda í mörg ár og mér hefur alltaf fundist hann vera frábær lýsandi. Hann hefur sýnt það á RÚV á síðustu stórmótum og í bikarkeppninni hversu megnugur hann er og fólk hefur greinilega saknað hans. Það verður gaman að eyða síðasta árinu með honum,“ segir Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður enska boltans hjá Símanum, við mbl.is.
Mánuður er í að keppni í ensku úrvalsdeildinni fer af stað.
Athugasemdir