Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 16. júlí 2024 13:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Höddi Magg lýsir enska boltanum í vetur
Höddi Magg kemur yfir á Síminn Sport.
Höddi Magg kemur yfir á Síminn Sport.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Magnússon kemur inn í lýsendahóp enska boltans hjá Símanum á komandi tímabili en frá þessu er greint á mbl.is.

Síminn verður áfram með ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili en eftir ár flyst útsendingarétturinn á Stöð 2 Sport.

Hörður lýsti enska boltanum á Stöð 2 Sport á sínum tíma en undanfarin ár hefur hann lýst leikjum á Viaplay og RÚV.

„Ég hef þekkt Hödda í mörg ár og mér hef­ur alltaf fund­ist hann vera frá­bær lýs­andi. Hann hef­ur sýnt það á RÚV á síðustu stór­mót­um og í bik­ar­keppn­inni hversu megn­ug­ur hann er og fólk hef­ur greini­lega saknað hans. Það verður gam­an að eyða síðasta ár­inu með hon­um,“ seg­ir Tóm­as Þór Þórðar­son, um­sjón­ar­maður enska bolt­ans hjá Sím­an­um, við mbl.is.

Mánuður er í að keppni í ensku úrvalsdeildinni fer af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner