Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Víkingar þurfa sigur í Dyflinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er aðeins eitt íslenskt félagslið sem mætir til leiks í keppnisleik í dag og eru það Íslands- og bikarmeistarar Víkings R., sem heimsækja Shamrock Rovers til Dyflinn í Írlandi.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í Víkinni í fyrri leiknum og því keppa liðin mikilvægan úrslitaleik í kvöld um sæti í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Búist er við að um 100 stuðningsmenn Víkings fari með liðinu út til Írlands til að hvetja sína menn áfram í mikilvægum og erfiðum slag.

Íslenska kvennalandsliðið mætir þá til leiks í undankeppni EM. Stelpurnar okkar heimsækja Pólland og eiga möguleika á að stela toppsæti riðilsins af stórveldi Þýskalands með sigri, en þær þurfa einnig að reiða sig á hagstæð úrslit í viðureign Þýskalands og Austurríkis sem fer fram á sama tíma.

Forkeppni Meistaradeildar karla
19:00 Shamrock Rovers-Víkingur R. (Tallaght Stadium)

Landslið kvenna - Undankeppni EM
17:00 Pólland-Ísland (Zaglebiowski Park Sportowy)
Athugasemdir
banner
banner