Það er búið að flauta til hálfleiks í leik Póllands og Íslands. Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni EM 2025.
Okkar stelpur eru nú þegar komnar inn á mótið en þær eiga möguleika á því að vinna riðilinn með sigri í dag. Þær þurfa þó líka að treysta á það að Austurríki vinni eða geri jafntefli gegn Þýskalandi.
Okkar stelpur eru nú þegar komnar inn á mótið en þær eiga möguleika á því að vinna riðilinn með sigri í dag. Þær þurfa þó líka að treysta á það að Austurríki vinni eða geri jafntefli gegn Þýskalandi.
Lestu um leikinn: Pólland 0 - 1 Ísland
Ísland er með 0-1 forystu gegn Póllandi en það var Sveindís Jane Jónsdóttir sem gerði eina mark fyrri hálfleiks.
„Sveindís pressar frábærlega, vinnur boltann af aftasta leikmanni Póllands, keyrir áfram, er yfirveguð og klárar vel."
„Svona á að gera þetta!!" skrifaði undirritaður í beinni textalýsingu frá leiknum.
Hægt er að sjá þetta frábæra mark hér fyrir neðan en leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV.
Vá! Sveindís Jane hreinlega valtaði yfir pólsku vörnina ein síns liðs. Óstöðvandi ???????????? pic.twitter.com/wjXZlJHrsy
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 16, 2024
Athugasemdir