Brynjólfur Darri Willumsson fagnaði nýlega 18 ára afmæli sínu en í kvöld var hann hetja Breiðabliks þegar hann kom inn sem varamaður gegn Víkingi Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Jöfnunarmark hans í blálok framlengingar tryggði Blikum vítaspyrnukeppni þar sem þeir stóðu uppi sem sigurvegarar.
Jöfnunarmark hans í blálok framlengingar tryggði Blikum vítaspyrnukeppni þar sem þeir stóðu uppi sem sigurvegarar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 6 - 4 Víkingur Ó.
„Þetta var geggjaður áhorfendur fyrir áhorfendur og alla," sagði Brynjólfur við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Það er geggjað að geta tryggt Blikum í úrslitaleikinn. Ég hélt að dómarinn ætlaði að flauta af löngu áður en maður fær alltaf séns."
Þegar hann fékk þetta færi, hvað hugsaði hann?
„Þegar ég sá að það var opið mark ákvað ég að bomba þessu á markið, þegar ég sá að fjærhornið var opið."
Brynjólfur kom inn þegar bróðir hans, Willum Þór Willumsson, fór af velli vegna meiðsla. Willum hefur verið mjög öflugur í sumar.
„Hann hefur staðið sig frábærlega og það var gaman að koma inn fyrir hann, þó það sé líka gaman að spila með honum."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir