Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 16. ágúst 2018 21:26
Elvar Geir Magnússon
18 ára hetja Blika: Ákvað að bomba þegar ég sá að fjærhornið var opið
Mynd: Raggi Óla
Brynjólfur Darri Willumsson fagnaði nýlega 18 ára afmæli sínu en í kvöld var hann hetja Breiðabliks þegar hann kom inn sem varamaður gegn Víkingi Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Jöfnunarmark hans í blálok framlengingar tryggði Blikum vítaspyrnukeppni þar sem þeir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  4 Víkingur Ó.

„Þetta var geggjaður áhorfendur fyrir áhorfendur og alla," sagði Brynjólfur við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Það er geggjað að geta tryggt Blikum í úrslitaleikinn. Ég hélt að dómarinn ætlaði að flauta af löngu áður en maður fær alltaf séns."

Þegar hann fékk þetta færi, hvað hugsaði hann?

„Þegar ég sá að það var opið mark ákvað ég að bomba þessu á markið, þegar ég sá að fjærhornið var opið."

Brynjólfur kom inn þegar bróðir hans, Willum Þór Willumsson, fór af velli vegna meiðsla. Willum hefur verið mjög öflugur í sumar.

„Hann hefur staðið sig frábærlega og það var gaman að koma inn fyrir hann, þó það sé líka gaman að spila með honum."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner