Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 16. ágúst 2022 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Alexander Aron: Er að væla yfir því hvernig það atvikaðist
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Alls ekki. Í stöðunni 2-1 erum við með yfirhöndina í leiknum og búin að snúa honum okkur í vil en þá kemur atvik sem er bolti í hendi eða hvernig sem það var þar sem dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa það en á meðan eru 10 manns á bekknum hjá Keflavík að ráðast að fjórða dómara og þrýsta á hann og þrýsta vítinu í gegn. Og fyrir mér er það bara óboðlegt að svona frammistaða á bekk andstæðings hafi svona mikil áhrif.“ Sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir 3-2 ósigur þeirra gegn Keflavík í Mosfellsbæ í kvöld aðspurður hvort úrslitin væru sanngjörn en var fljótt afvegaleiddur af stóru atviki í leiknum.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  3 Keflavík

Atvikið sem Alexander minnist á er vítaspyrna sem dæmd var eftir um klukkustundarleik þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns í teignum eftir skot. Alexander var ósáttur við viðbrögðin á bekk Keflavíkur og hélt áfram aðspurður hvort um vendipunkt í leiknum væri að ræða.

„Já að sjálfsögðu þetta er stuttu eftir að við komumst í 2-1 og þetta slær okkur svolítið út af laginu. Svo komast þær í 3-2 en við fáum nokkur færi til þess að jafna leikinn. En eins og ég segi þá er þetta algjör vendipunktur í leiknum. “

Afturelding er áfram í fallsæti og þegar leikjum fer fækkandi er ljóst að liðið þarf að setja stig á töfluna ef það ætlar sér að halda sér í deild þeirra bestu. Um framhaldið og hvort um úrslitaleiki væri að ræða sagði Alexander.

„Það eru nokkrir leikir eftir og við getum unnið öll lið í þessari deild og að sama skapi bara tapað. En eins og við horfðum á þetta hérna í dag þá fannst mér við bara vera nokkuð góðar en svona stór ákvörðun er erfið og stundum fellur þetta með manni og ekki og ég er ekkert að væla yfir því. En ég er að væla yfir því hvernig það atvikaðist það er það sem ég er mest ósáttur með.“

Sagði Alexander en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner