
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari var sáttur með spilamennsku íslenska liðsins í 4-0 sigri á Slóveníu í kvöld.
Hann viðurkennir að hann hafi viljað gera nokkra hluti betur en heilt yfir var hann sáttur enda öruggur sigur í hús.
Hann viðurkennir að hann hafi viljað gera nokkra hluti betur en heilt yfir var hann sáttur enda öruggur sigur í hús.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 0 Slóvenía
„Mér fannst hún góð mest megnis, það kom lélegur 15 mínútna kafli í seinni hálfleik svo náðum við fínum köflum og nokkrum rispum en ég hefði viljað gera nokkra hluti betur."
Slóvenar fengu frábær færi undir lok leiksins en Ísland er búið að halda hreinu, alla undankeppnina, fram að þessu.
„Það fór um mig, mig langar að halda hreinu út mótið, ég ætla ekki að ljúga af því en þetta má ekki verða að svakalegri þrjáhyggju."
Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn í framlínu íslenska liðsins í fjarveru Hörpu Þorsteindóttur og var Freyr sáttur við hennar framlag.
„Hún átti marga góða kafla, hún tók góð hlaup og var að staðsetja sig eins og ég bað um en það eru nokkur tæknileg atriði sem ég mun vinna í með henni eftir þennan leik en það var fullt af mjög góðum punktum í hennar leik sem við tökum með okkur," sagði Freyr.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir