Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýska Bundesligan hefst um helgina - Áhorfendur leyfðir
Mynd af Allianz Arena. Um fimmtán þúsund manns mega mæta á leiki hjá Bayern.
Mynd af Allianz Arena. Um fimmtán þúsund manns mega mæta á leiki hjá Bayern.
Mynd: Getty Images
Þýska Bundesliga hefst um helgina og verða áhorfendur leyfðir á leikjum deildarinnar. Bundesliga er því fyrsta deildin af stærstu deildum Evrópu sem leyfir áhorfendur.

Fjöldatakmarkanir verða þó í gildi, 20% sæta mega vera með áhorfendum í. Þá verða í gildi fjarlægðarreglur og almennar sóttvarnarreglur.

Einungis stuðningsmenn heimaliða fá að mæta og verður stranglega bannað að framselja miða. Þessar reglur verða í gildi út október.

Ef að smit verða að rakin að einhverju ráði til mætingu stuðningsmanna á leiki þá verður áhorfendabann að nýju. Þessar reglur gilda fyrir allar atvinnumannadeildirnar í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner