Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. september 2021 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Leicester glutraði niður tveggja marka forystu
Victor Osimhen stangar boltann í netið
Victor Osimhen stangar boltann í netið
Mynd: EPA
Mesut Özil skoraði eina mark Fenerbahce í 1-1 jafnteflinu gegn Eintracht Frankfurt
Mesut Özil skoraði eina mark Fenerbahce í 1-1 jafnteflinu gegn Eintracht Frankfurt
Mynd: EPA
Leicester og Napoli gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en Victor Osimhen skoraði tvö fyrir ítalska liðið í síðari hálfleiknum.

Enska liðið byrjaði leikinn glimrandi vel. Ayoze Perez skoraði strax á 9. mínútu. Fyrsta mark hans í fimmtán leikjum. Harvey Barnes átti fyrirgjöf á fjærstöngina og þar var Perez sem kláraði af yfirvegun.

Gestirnir fengu fínustu færi undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst var það Piotr Zielenski áður en Lorenzo Insigne fékk tvö góð færi en inn vildi boltinn ekki.

Patson Daka kom knettinum í netið á 59. mínútu en markið eftir sendingu frá Youri Tielemans en VAR dæmdi markið af þar sem belgíski miðjumaðurinn var rangstæður þegar hann fékk boltann.

Það skipti þó litlu máli því stuttu síðar bætti Harvey Barnes við öðru marki Leicester. Kelechi Iheanacho fann Barnes á vinstri vængnum, hann kom sér inn í teig, tók gabbhreyfingu áður en hann kom boltanum í markið.

Nígeríski framherjinn Victor Osimhen minnkaði muninn með góðu marki nokkrum mínútum síðar. Hann lék á Jannik Vestergaard með því að lyfta boltanum yfir hann áður en hann hafði betur gegn Kasper Schmeichel.

Osimhen var aftur á ferðinni undir lok leiks er hann stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Wilfried Ndidi fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiksins. Lokatölur 2-2 á King Power-leikvanginum.

Eintracht Frankfurt og Fenerbahce gerðu 1-1 jafntefli. Mesut Özil skoraði fyrir tyrkneska liðið á meðan Sam Lammers skoraði marki Frankfurt. PSV gerði 2-2 jafntefli við Real Sociedad og Krepin Diatta var hetja Mónakó sem vann Sturm Graz, 1-0.

Úrslit og markaskorarar:

PSV 2 - 2 Real Sociedad
1-0 Mario Gotze ('32 )
1-1 Adnan Januzaj ('34 )
1-2 Aleksander Isak ('39 )
2-2 Cody Gakpo ('54 )

Monaco 1 - 0 Sturm
1-0 Krepin Diatta ('66 )

Rangers 0 - 2 Lyon
0-1 Karl Toko Ekambi ('23 )
0-2 James Tavernier ('55 , sjálfsmark)

Brondby 0 - 0 Sparta Praha

Leicester City 2 - 2 Napoli
1-0 Ayoze Perez ('9 )
2-0 Harvey Barnes ('64 )
2-1 Victor Osimhen ('69 )
2-2 Victor Osimhen ('87 )

Olympiakos 2 - 1 Antwerp
1-0 Youseff El Arabi ('52 )
1-1 Mbwana Samatta ('75 )
2-1 Oleg Reabciuk ('87 )

Eintracht Frankfurt 1 - 1 Fenerbahce
0-1 Mesut Ozil ('10 )
1-1 Sam Lammers ('41 )
Athugasemdir
banner
banner