Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er ekki í landsliðshópnum að þessu sinni.
Brynjar Ingi sló í gegn á síðasta ári, bæði með KA og landsliðinu, og var hann seldur til Lecce á Ítalíu í kjölfarið. Hann fékk ekki mörg tækifæri þar og var seldur til Vålerenga í Noregi fyrr á þessu ári.
Brynjar Ingi sló í gegn á síðasta ári, bæði með KA og landsliðinu, og var hann seldur til Lecce á Ítalíu í kjölfarið. Hann fékk ekki mörg tækifæri þar og var seldur til Vålerenga í Noregi fyrr á þessu ári.
Í byrjun sumars var hann að spila mikið en hann missti sæti sitt í júní eftir bikarleik gegn Brumunddal sem Vålerenga vann 4-3. Stuðningsmenn voru mjög ósáttir við hann eftir þann leik. Síðan þá hefur Brynjar mestmegnis leikið með varaliðinu og aðeins fengið tíu mínútur með aðalliðinu.
„Það hefur verið erfitt fyrir Brynjar undanfarið," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.
„Þetta er líka hluti af því að læra sem atvinnumaður og verða betri sem leikmaður. Hann skaust inn í landsliðið hratt og stóð sig rosalega vel. Þetta gerðist allt rosalega hratt fyrir hann. Leiðin upp á topp er aldrei bein upp á við. Það eru alltaf einhverjar holur. Brynjar þarf að takast á við það núna. Hann þarf að komast inn í liðið hjá sínu félagsliði sem fyrst."
Athugasemdir