Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 16. september 2023 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sveinn Margeir: Þetta er ömurlegt, verð lengi að jafna mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA tapaði í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Víkingi í dag eftir ótrúlegan fótboltaleik. Fótbolti.net ræddi við Svein Margeir Hauksson leikmann liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Þetta er ömurlegt, maður verður aðeins lengi að jafna sig. Ég óska Víkingum innilega til hamingju. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þennan leik, þetta var barningur og þeir enda á að koma betur út."

„Ég er aðallega sár við okkur þessi þrjú mörk eru einbeitingaleysi. Ég sá ekki hvað gerðist í fyrsta markinu, í mínu sjónarhorni var ekki aukaspyrna í öðru markinu svo erum við klaufar í þriðja markinu. Við hefðum getað verið beittari fram á við, við verðum að taka ábyrgð á þessu sjálfir," sagði Sveinn Margeir.

„Mér fannst við gefa allt sem við gátum. Það voru allir að berjast og gefa sig 100% fram. Mér fannst þetta ekki detta fyrir okkur, einbeitingaleysi, það kemur fyrir."

KA menn fjölmenntu að norðan á Laugardalsvöll.

„Það var æðislegt, stúkan var geggjuð. Ég fékk gæsahúð þegar ég labbaði inn í klefa og heyrði í KA fólkinu upp í stúku, þetta var æðislegt. Mér leið mjög vel komandi inn í leikinn, mér fannst við vera að fara vinna þetta. Þegar við komumst í 2-1 var tilfinningin að við værum alltaf að koma til baka svo fáum við þriðja markið beint í andlitið, það var brekka eftir það," sagði Sveinn Margeir.

„Þetta var æðislegt, maður verður að gera allt til að komast hingað aftur."


Athugasemdir
banner