
KA tapaði í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Víkingi í dag eftir ótrúlegan fótboltaleik. Fótbolti.net ræddi við Svein Margeir Hauksson leikmann liðsins eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
„Þetta er ömurlegt, maður verður aðeins lengi að jafna sig. Ég óska Víkingum innilega til hamingju. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þennan leik, þetta var barningur og þeir enda á að koma betur út."
„Ég er aðallega sár við okkur þessi þrjú mörk eru einbeitingaleysi. Ég sá ekki hvað gerðist í fyrsta markinu, í mínu sjónarhorni var ekki aukaspyrna í öðru markinu svo erum við klaufar í þriðja markinu. Við hefðum getað verið beittari fram á við, við verðum að taka ábyrgð á þessu sjálfir," sagði Sveinn Margeir.
„Mér fannst við gefa allt sem við gátum. Það voru allir að berjast og gefa sig 100% fram. Mér fannst þetta ekki detta fyrir okkur, einbeitingaleysi, það kemur fyrir."
KA menn fjölmenntu að norðan á Laugardalsvöll.
„Það var æðislegt, stúkan var geggjuð. Ég fékk gæsahúð þegar ég labbaði inn í klefa og heyrði í KA fólkinu upp í stúku, þetta var æðislegt. Mér leið mjög vel komandi inn í leikinn, mér fannst við vera að fara vinna þetta. Þegar við komumst í 2-1 var tilfinningin að við værum alltaf að koma til baka svo fáum við þriðja markið beint í andlitið, það var brekka eftir það," sagði Sveinn Margeir.
„Þetta var æðislegt, maður verður að gera allt til að komast hingað aftur."