Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 16. september 2024 13:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Freysi útskýrir hvers vegna hann hafnaði stórliðinu
Mynd: Kortrijk
Fótbolti.net fjallaði um það í júlí að Freyr Alexandersson hefði sagt nei við Union St. Gilloise. Union endaði í 2. sæti belgísku deildarinnar á síðasta tímabili og var í þjálfaraleit í sumar.

Freysi náði frábærum árangri með Kortrijk seinni hluta tímabilsins, náði að halda liðinu uppi eftir að hafa verið í nánast vonlausri stöðu þegar hann tók við í janúar.

Árangur Kortrijk undir stjórn Freysa hefur vakið athygli og Union vildi fá hann til að taka við. Freysi tjáði sig um tilboðið frá Union við HBvL á dögunum.

„Með fullri virðingu fyror Union, þá var tímasetningin röng. Ég gat ekki yfirgefið Kortrijk. Þeir töluðu að mestu leyti við umboðsmann minn og af kurteisi hlustaði ég á hvað þeir hefðu að bjóða, en ég sagði strax að þetta myndi ekki gerast," segir Freysi..

„Union var tilbúið að gera allt sem til þurfti. Þeir sýndu mikla fagmennsku. En tímasetningin var röng. Ég lofaði að bjarga Kortrijk og ná að koma á stöðugleika hjá félaginu. Ég hef ekki náð seinni partinum sem ég var búinn að lofa, en félagið er að ná meiri stöðugleika," segir Freysi.

Sebastien Pocognoli var ráðinn þjálfari Union og hefur liðið fengið níu stig úr fyrstu níu umferðunum, tveimur stigum meira en Kortrijk. Union fór í umspil um sæti í Meistaradeildinni í ágúst en tapaði gegn Slavia Prag og verður því í Evrópudeildinni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner