Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 16. október 2019 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir: Það voru helvítis læti í Frökkunum
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, var svekkt eftir 4-0 tapið gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en markmiðið sé að fara „All-in" í síðari leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikaliðið var 3-0 undir í hálfleik en náði betri tökum á leiknum í þeim síðari. PSG bætti við fjórða markinu undir lokin en Ásta var svekkt yfir mörkunum sem þær fengu á sig.

„Það var erfitt en mjög skemmtilegt og geggjuð reynsla að spila svona leiki. Þetta er pirrandi því þær eru helvíti góðar," sagði Ásta við Fótbolta.net.

„Þær eru ógeðslega vel spilandi og við vissum það alveg en mér fannst þetta samt ódýr mörk sem við fengum á okkur og tvö mörk úr föstum leikatriðum. Við áttum að gera betur og það hefði alveg verið hægt að koma í veg fyrir þetta."

„Eðlilega var smá stress eða spenna í okkur. Þetta er stærsti leikurinn hjá okkur öllum held ég en við lærum af því og vitum hvað við eigum að gera í næsta leik."

„Við breyttum ekki miklu en við ætluðum að skilja allt eftir í seinni hálfleiknum og við héldum þeim niðri."


Það voru rúmlega 1300 manns á Kópavogsvelli í kvöld og var Ásta afar ánægð með stuðninginn en það kom henni á óvart hvað það voru mikil læti í frönsku stuðningsmönnunum.

„Það voru helvítis læti í Frökkunum en maður heyrði í Blikunum og geggjað að fá svona marga á leiki og gaman að sjá fulla stúku," sagði hún ennfremur.
Athugasemdir
banner