Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 16. október 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meiðslavandræði hjá PSG fyrir leikinn gegn Man Utd
Tomas Tuchel, stjóri PSG, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik PSG gegn NImes í kvöld.

Fréttamannafundurinn var í gær og tilkynnti Tuchel þar að Mauro Icardi myndi ekki leika með PSG í næstu tveimur leikjum og þá yrðu Marco Veratti, Julian Draxler og Marquinhos ekki með í kvöld.

Þeir þrír síðastnefndu eru tæpir fyrir leik PSG og Manchester United sem fram fer í Meistaradeildinni í næstu viku.

„Við erum að lenda í smá óheppni varðandi leikmenn okkar," sagði Tuchel í gær.

Ofan á þetta allt hafa Juan Bernat og Thilo Kehrer glímt við meiðsli og þeir Ander Herrera og Colin Dagba fengu kórónaveiruna.
Athugasemdir
banner