Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 16. október 2021 18:30
Þorgeir Leó Gunnarsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlega góður vani að vinna málm
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur í leikslok þegar Víkingar tryggðu sér Mjólkurbikarinn með 3-0 sigri á ÍA á Laugardalsvelli.

Víkingar enda tímabilið sem tvöfaldir meistarar en Íslandsmeistaratitilinn kom í hús í fyrir tveimur vikum. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

„Hún bara geggjuð. Þetta er ótrúlega góður vani að vinna málm. Við erum búnir að vinna svo mikið fyrir þessu í vetur og allt sumar og allt dottið með okkur. Þvílíkur endir á ferli þessa tveggja meistara, Kára og Sölva. Þetta er bara lyginni líkast ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Arnar.

Árangurinn hjá Víkingi hefur verið ótrúlegur síðan Arnar tók við liðinu. Þrír stórir titlar og því eðlilegt að þjálfarinn fái jákvæða athygli. Hefur Arnar áhuga á því að þjálfa erlendis ef tilboð kemur?

„Maður hefur auðvitað mikinn metnað. Ég er samt rosa slakur núna einhvern veginn. Líður vel í Víkinni og það er fullt eftir að gera. Erfitt að verja titil og svo er Evrópukeppni á næsta ári. Maður vill sjá til þess að klúbburinn sé í toppmálum fyrir næstu tímabil. Auðvitað hef ég metnað til að fara erlendis en ég er alveg silkislakur yfir því eins og staðan er í dag."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner