Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   lau 16. október 2021 18:30
Þorgeir Leó Gunnarsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlega góður vani að vinna málm
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur í leikslok þegar Víkingar tryggðu sér Mjólkurbikarinn með 3-0 sigri á ÍA á Laugardalsvelli.

Víkingar enda tímabilið sem tvöfaldir meistarar en Íslandsmeistaratitilinn kom í hús í fyrir tveimur vikum. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

„Hún bara geggjuð. Þetta er ótrúlega góður vani að vinna málm. Við erum búnir að vinna svo mikið fyrir þessu í vetur og allt sumar og allt dottið með okkur. Þvílíkur endir á ferli þessa tveggja meistara, Kára og Sölva. Þetta er bara lyginni líkast ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Arnar.

Árangurinn hjá Víkingi hefur verið ótrúlegur síðan Arnar tók við liðinu. Þrír stórir titlar og því eðlilegt að þjálfarinn fái jákvæða athygli. Hefur Arnar áhuga á því að þjálfa erlendis ef tilboð kemur?

„Maður hefur auðvitað mikinn metnað. Ég er samt rosa slakur núna einhvern veginn. Líður vel í Víkinni og það er fullt eftir að gera. Erfitt að verja titil og svo er Evrópukeppni á næsta ári. Maður vill sjá til þess að klúbburinn sé í toppmálum fyrir næstu tímabil. Auðvitað hef ég metnað til að fara erlendis en ég er alveg silkislakur yfir því eins og staðan er í dag."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir