Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 16. október 2021 18:30
Þorgeir Leó Gunnarsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlega góður vani að vinna málm
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur í leikslok þegar Víkingar tryggðu sér Mjólkurbikarinn með 3-0 sigri á ÍA á Laugardalsvelli.

Víkingar enda tímabilið sem tvöfaldir meistarar en Íslandsmeistaratitilinn kom í hús í fyrir tveimur vikum. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

„Hún bara geggjuð. Þetta er ótrúlega góður vani að vinna málm. Við erum búnir að vinna svo mikið fyrir þessu í vetur og allt sumar og allt dottið með okkur. Þvílíkur endir á ferli þessa tveggja meistara, Kára og Sölva. Þetta er bara lyginni líkast ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Arnar.

Árangurinn hjá Víkingi hefur verið ótrúlegur síðan Arnar tók við liðinu. Þrír stórir titlar og því eðlilegt að þjálfarinn fái jákvæða athygli. Hefur Arnar áhuga á því að þjálfa erlendis ef tilboð kemur?

„Maður hefur auðvitað mikinn metnað. Ég er samt rosa slakur núna einhvern veginn. Líður vel í Víkinni og það er fullt eftir að gera. Erfitt að verja titil og svo er Evrópukeppni á næsta ári. Maður vill sjá til þess að klúbburinn sé í toppmálum fyrir næstu tímabil. Auðvitað hef ég metnað til að fara erlendis en ég er alveg silkislakur yfir því eins og staðan er í dag."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir