Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. október 2021 16:36
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta tap Man Utd á útivelli í tæp tvö ár
Manchester United tapaði fyrsta útileiknum í tæp tvö ár
Manchester United tapaði fyrsta útileiknum í tæp tvö ár
Mynd: EPA
Manchester United tapaði fyrir Leicester City, 4-2, á King Power-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þetta var fyrsta tap United á útivelli í tæp tvö ár.

Mason Greenwood kom United yfir með glæsimarki áður en Youri Tielemans jafnaði metin tólf mínútum síðar með enn glæsilegra marki.

Caglar Soyuncu kom Leicester yfir á 78. mínútu og stuttu síðar jafnaði Marcus Rashford. Jamie Vardy og Patson Daka sáu þó til þess að ná í sigur fyrir heimamenn með tveimur mörkum undir lokin.

Þetta var fyrsta tap Man Utd á útivelli síðan liðið tapaði fyrir Liverpool, 2-0, í janúar á síðasta ári.

Síðan þá hefur United ekki tapað 29 leikjum á útivelli, sem er magnaður árangur, en þeirri hrinu er nú lokið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner