Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 16. október 2021 17:16
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Snær: Ætlum að koma hingað á næsta ári og taka dolluna heim
Ísak Snær í leiknum í dag
Ísak Snær í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag en segist staðráðinn í því að taka dolluna heim á Akranes á næsta ári.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Ísak hefur átt gott tímabil með ÍA en hann er á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City.

Hann var einnig á láni hjá ÍA seinni hluta síðasta tímabils og líður vel á Akranesi.

Miðjumaðurinn sterki vildi ekki fullyrða það að hann yrði áfram hjá ÍA en talaði þó þannig. Hann vill dolluna heim á næsta ári.

„Ég veit það ekki. Maður fer ekki í úrslitaleik til að tapa, maður fer í hann til að vinna. Þetta var ekki okkar dagur og mér finnst við ekkert svakalega góðir. Þeir tóku færin sem þeir fengu og ekki við," sagði Ísak.

Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn en Skagamenn voru enn syngjandi eftir leikslok.

„Það var geggjað. Eins og þú heyrir þá eru þeir enn syngjandi þó við höfum tapað. Við ætlum okkur að koma hingað aftur á næsta ári og taka dolluna heim."

Ísak heldur erlendis á morgun og á eftir að ræða málin við Norwich en hann gat ekki fullyrt neitt um framtíðina.

„Ég veit það ekki. Ég skoða stöðuna og kemur í ljós hvað gerist. Ég er ekkert búinn að heyra í þeim eins og er. Sjáum hvað gerist núna þegar tímabilið er búið. Ég fer út á morgun og þá sjáum við hvað gerist," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner