Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 16. október 2021 17:16
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Snær: Ætlum að koma hingað á næsta ári og taka dolluna heim
Ísak Snær í leiknum í dag
Ísak Snær í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag en segist staðráðinn í því að taka dolluna heim á Akranes á næsta ári.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Ísak hefur átt gott tímabil með ÍA en hann er á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City.

Hann var einnig á láni hjá ÍA seinni hluta síðasta tímabils og líður vel á Akranesi.

Miðjumaðurinn sterki vildi ekki fullyrða það að hann yrði áfram hjá ÍA en talaði þó þannig. Hann vill dolluna heim á næsta ári.

„Ég veit það ekki. Maður fer ekki í úrslitaleik til að tapa, maður fer í hann til að vinna. Þetta var ekki okkar dagur og mér finnst við ekkert svakalega góðir. Þeir tóku færin sem þeir fengu og ekki við," sagði Ísak.

Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn en Skagamenn voru enn syngjandi eftir leikslok.

„Það var geggjað. Eins og þú heyrir þá eru þeir enn syngjandi þó við höfum tapað. Við ætlum okkur að koma hingað aftur á næsta ári og taka dolluna heim."

Ísak heldur erlendis á morgun og á eftir að ræða málin við Norwich en hann gat ekki fullyrt neitt um framtíðina.

„Ég veit það ekki. Ég skoða stöðuna og kemur í ljós hvað gerist. Ég er ekkert búinn að heyra í þeim eins og er. Sjáum hvað gerist núna þegar tímabilið er búið. Ég fer út á morgun og þá sjáum við hvað gerist," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner