Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conte fékk nafnlaust umslag í pósti sem innihélt hótanir og byssukúlu
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Inter Milan, fékk á dögunum samkvæmt heimildum ítalskra fjölmiðla, sent nafnlaust bréf heim til sín ásamt byssukúlu.

Inter lítur þetta alvarlegum augum og ætlar að auka öryggisgæslu í kringum félagið í heild sinni vegna þessa atviks.

Lögreglan í Mílanó rannsakar málið og er að skoða umslagið og leitar að fingraförum sendanda.

Conte hefur þá persónulega aukið öryggisgæslu í kringum sig og fjölskyldu sína.

Myndavélum hefur verið komið upp í kringum heimili hans og þá verður einnig fylgst með upptökum af myndavélum í kringum æfingasvæði Inter og þær rannsakaðar ef þær sýna eitthvað athugavert.
Athugasemdir
banner
banner
banner