Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM í dag - Komast Holland og Þýskaland á mótið?
Holland spilar við Norður-Írlandi.
Holland spilar við Norður-Írlandi.
Mynd: Getty Images
Það eru tíu leikir í undankeppni EM 2020 á þessum laugardegi.

Fyrir leiki dagsins er líka mesta spennan í C-riðli þar sem Holland, Þýskaland og Norður-Írland eru að berjast um sæti á Evrópumótinu.

Norður-Írland og Holland eigast við klukkan 19:45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á sama tíma mætast Þýskaland og Hvíta-Rússland. Fyrir leikina í dag eru Holland og Þýskaland með 15 stig, og Norður-Írland með 12 stig.

Þýskaland og Holland fara áfram á EM með sigrum í sínum leikjum.

Í E-riðli er Króatía á toppnum, og í G-riðlinum eru Pólland og Austurríki í fínum málum í efstu tveimur sætunum.

Þá er lítil spenna í G-riðli, en áhugaverður leikur. Liðin tvö sem eru komin áfram, Rússland og Belgía, mætast í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 17:00.

laugardagur 16. nóvember
C-riðill:
19:45 Þýskaland - Hvíta Rússland
19:45 Norður Írland - Holland (Stöð 2 Sport)

E-riðill:
17:00 Azerbaijan - Wales
19:45 Króatía - Slóvakía

G-riðill:
17:00 Slovenia - Lettland
19:45 Austurríki - Norður Makedónía
19:45 Israel - Pólland

I-riðill:
14:00 Kýpur - Skotland (Stöð 2 Sport 3)
17:00 Rússland - Belgía (Stöð 2 Sport)
17:00 San Marino - Kasakstan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner