
Jordan Henderson og Raheem Sterling verða ekki með enska landsliðinu gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á miðvikudag en enska knattspyrnusambandið greinir frá þessu í kvöld.
Greint var frá þvi fyrr í dag að Sterling yrði líklega ekki með gegn Íslandi í lokaleik riðilsins í Þjóðadeildinni en hann er að glíma við smávægileg meiðsli.
Henderson meiddist þá einnig í 2-0 tapinu gegn Belgíu og þurfti að fara af velli í hálfleik en hann missir einnig af leiknum gegn Íslendingum.
Þeir hafa báðir yfirgefið hópinn en Henderson fer í meðhöndlun hjá Liverpool á meðan Sterling heldur til Manchester.
An update from the #ThreeLions camp this evening, with @sterling7 and @JHenderson set to miss Wednesday night's game with Iceland:
— England (@England) November 16, 2020
Athugasemdir