Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mán 17. janúar 2022 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Belgíska knattspyrnusambandið vill halda Martínez
Martínez var efstur á blaði hjá Everton.
Martínez var efstur á blaði hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez stjóri belgíska landsliðsins er orðaður við endurkomu til Everton. Hann stjórnaði liðinu frá 2013-2016 þegar hann var rekinn frá félaginu í maí.

Aðeins þremur mánuðum síðar var hann ráðinn sem landsliðsþjálfari Belgíu. Það hefur verið mikil spenna í kringum landsliðið síðustu ár.

Belgar hafa verið bjartsýnir á að gera stóra hluti en þeim hefur ekki tekist ætlunarverk sitt hingað til.

Samkvæmt heimildum Sky Sports vill belgíska knattspyrnusambandið ekki hleypa Martínez til Everton en þeir vilja að hann fari með landsliðið á HM í Katar í lok ársins. Sambandið gefur ekki grænt ljós á að hann stýri báðum liðum.

Wayne Rooney stjóri Derby og fyrrum leikmaður Everton er sagður vera næsti kostur í stjórastól Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner