Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. janúar 2022 20:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enginn sigurvegari Meistaradeildarinnar í liði ársins
Mynd: EPA
Það vakti athygli að markmaður ársins í karlaflokki, Edouard Mendy leikmaður Chelsea og senegalska landsliðsins var ekki valinn í lið ársins.

Gianluigi Donnarumma leikmaður PSG og Evrópumeistari með ítalska landsliðinu í sumar var valinn í lið ársins.

Þá var Mohamed Salah leikmaður Liverpool og Egyptaland í einu af þremur efstu sætunum í valinu á leikmanni ársins sem Robert Lewandowski vann en Salah var ekki í liði ársins sem var fullt af stórkostlegum framherjum.

Valið á liði ársins kvennamegin er einnig mjög umdeilt. Alexa Putellas leikmaður Barcelona var valin leikmaður ársins en hún var fyrsta spænska konan til að vinna þessi verðlaun.

Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í ár en það vekur athygli að enginn leikmaður frá Barcelona er í liði ársins, Putellas meðtalin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner