banner
   mán 17. janúar 2022 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til að ná samkomulagi við Norrköping í vikunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson er líklega á leið á láni til ÍA. Oliver er samningsbundinn Norrköping í Svíþjóð en hann er uppalinn hjá ÍA.

Oliver er nítján ára gamall og má sjá viðtal við hann neðst í fréttinni.

„Við erum bara að vinna í því að hjálpa Oliver að komast í sitt besta stand og komast í leikform. Við erum að keyra það á fulla ferð að ganga frá þeim málum að semja við Norrköping, hann er samningsbundinn þar og auðvitað snýst það um að við fáum hann á lán."

„Það er bara samstarf sem gæti hentað vel, bæði fyrir Oliver og okkur, Knattspyrnufélagið ÍA, að koma honum í sitt besta stand - það er bara frábært fyrir alla aðila,"
sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í viðtali á laugardag.

Oliver er að koma til baka eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fyrst heyrðist af þessum skiptum í desember, á hverju er þetta að stoppa?

„Við ráðum ekki ferðinni alveg, hann er leikmaður Norrköping og við erum í viðræðum við félagið um að klára ganga frá lánssamningnum."

„Svona viðræður eru aðeins flóknari en menn gera sér grein fyrir þegar farið er út í þær. Við vonumst til að vera komnir með samkomulag um lánsamning á Oliver í þessari viku,"
sagði Jói Kalli við Fótbolta.net í dag.
„Hefur verið erfitt á tímum en aldrei verið spurning hvað ég vil gera í mínu lífi"
Jói Kalli: Gott að koma til baka eftir rasskellingu á móti Stjörnunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner