þri 17. janúar 2023 12:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kompany dásamar Jóa Berg: Ég elska að vinna með honum
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, stjóri Burnley, hefur staðfest það að félagið sé í viðræðum við íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson um nýjan samning.

Hinn 32 ára gamli Jóhann Berg hefur verið mjög óheppinn með meiðsli síðustu ár en Kompany er mikill aðdáandi hans.

„Það er erfitt að finna leikmann sem er eins skapandi og hann á milli lína. Hann gerir líka frábærlega hluti varnarlega fyrir liðið," sagði Kompany, sem var stórkostlegur varnarmaður á sínum ferli, við fréttamenn.

„Við erum að ræða við hann á bak við tjöldin. Ég elska að vinna með honum. Hann er mjög verðmætur leikmaður fyrir okkur."

Burnley er í fínum málum í Championship-deildinni og eru góðar líkur á því að liðið spili í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Þá eru góðar líkur á því að Jóhann Berg muni snúa aftur með liðinu þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner