Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. janúar 2023 22:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Rúv.is 
Lyon segir frönsk lög hafa takmarkað hvað félagið gat gert fyrir Söru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sara Björk Gunnarsdóttir opnaði sig í dag um meðferðina sem hún fékk hjá Lyon þegar hún var ólétt. Sagði hún m.a. frá því að hafa ekki fengið full laun á meðan.


FIFPro, samtök alþjóðlegra atvinnuknattspyrnumanna, óskuðu henni til hamingju með að hafa unnið mál gegn Lyon þar sem hún fær launin greidd sem hún átti inni.

„Við erum ánægð með að hafa aðstoðað við að hafa náð fram sigri í fyrsta máli sinn­ar teg­und­ar frá því nýj­ar regl­ur FIFA varðandi barns­b­urð voru sett­ar í janú­ar árið 2021. Það er griðarlega mik­il­vægt fyr­ir knatt­spyrnu­kon­ur og knatt­spyrnu kvenna að þess­ar nauðsyn­legu regl­ur um barns­b­urð hafi bæði verið sett­ar og þeim verið fram­fylgt á alþjóðavísu," segir í yfirlýsingu FIFPro.

Lyon sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en hana má lesa í fullri lengd hér fyrir neðan.

„Olymp­ique Lyonna­is hef­ur alltaf verið í far­ar­broddi í knatt­spyrnu kvenna og hef­ur stutt sína liðsmenn á öll­um sviðum lífs­ins."

„Við höf­um alltaf virt frönsk lög, sem okk­ur hef­ur stund­um þótt of ströng í svona mál­um. Þess vegna höf­um við ávallt bar­ist fyr­ir auk­inni vernd leik­manna á þess­um sviðum."

„Við höf­um gert allt sem við höf­um getað til að styðja Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur í kring­um henn­ar barns­b­urð, sem og end­ur­komu henn­ar á hæsta getu­stigi."

„Sam­kvæmt henn­ar ósk samþykkt­um við að leyfa henni að fara í fæðing­ar­frí á Íslandi, heimalandi sínu. Þegar hún sneri aft­ur til Frakk­lands, eft­ir að son­ur henn­ar fædd­ist, gerðum við allt sem í okk­ar valdi stóð til að koma henni aft­ur í sem best lík­am­legt form, gera henni nýtt líf sem móður sem allra best, sem og að hún gæti hafið keppni á ný, með auk­inni aðstoð, eins og við gerðum síðar með Amel Maj­ri."

„Þetta mál­efni stend­ur okk­ur afar nærri og við erum stolt að hafa hjálpað henni í gegn­um sína óléttu og allt þar til hún sneri aft­ur á völl­inn í leik gegn Soyaux, þar sem við leyfðum henni líka að ferðast með barnið sitt og barn­fóstru."

„Fyr­ir nokkr­um mánuðum lagði FIFA í fyrsta skipti fram reglu­gerð varðandi leik­menn sem ala börn á meðan þeirra fer­ill stend­ur yfir. Við erum afar ánægð með það."

„Nú gagn­rýn­ir FIFA okk­ur fyr­ir að hafa ekki boðið Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur nýj­an samn­ing á meðan hún var í veik­inda­fríi og síðan í fæðing­ar­or­lofi, á sama tíma og frönsk lög heim­ila okk­ur það ekki, og leikmaður­inn hafði lagt áherslu á það við okk­ur að fá að dvelja heima á Íslandi, sem við samþykkt­um. Við erum stolt af því að hafa haft Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur í lelik­manna­hópi Olymp­ique Lyonna­is. Okk­ar leiðir skildi aðeins af íþrótta­leg­um ástæðum."

„Ef hún vill aðstoða okk­ur við að ná fram betri lög­um í Frakklandi, þá vild­um við gjarna hafa hana með í bar­áttu okk­ar, ásamt Amel Maj­ri, um að allt íþrótta­fólk geti alið börn og snúið aft­ur til keppni að því loknu."

Notast var við þýðingu Rúv á yfirlýsingu Lyon.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner