Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. janúar 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Síðasta samningstilboðið frá Dortmund er á borðinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Sebastien Kehl, fyrrum leikmaður og núverandi stjórnandi hjá Borussia Dortmund, segir að félagið sé búið að leggja fram loka samningstilboð í ungstirni sitt Youssoufa Moukoko.


Moukoko er sagður vera 18 ára gamall og vann hann EM U21 árs landsliða með Þjóðverjum fyrir tveimur árum, þegar hann var aðeins 16 ára. Síðan þá hefur verið sett spurningarmerki við aldur hans, þar sem grunað er að hann hafi í raun fæðst árið 2000 en ekki 2004 eins og er skráð í opinberum gögnum.

Hvenær sem hann fæddist þá þykir nokkuð ljóst að Moukoko er afar öflugur fótboltamaður, en verðmæti hans myndi lækka umtalsvert ef í ljós kæmi að hann fæddist um aldamótin. Þá væri hann ekki lengur einn af efnilegustu fótboltamönnum heims.

„Við erum búnir að bjóða Youssoufa Moukoko mikilvægan samning. Þetta er hans ákvörðun til að taka. Við vonum innilega að hann samþykki þennan samning því hann er virkilega efnilegur leikmaður. Ef hann gerir það ekki er ljóst að leiðir okkar verða að skilja - við getum ekki boðið betur," sagði Kehl.

Moukoko rennur út á samningi næsta sumar og er þegar með samningstilboð frá Newcastle United á borðinu. Dortmund er með annað afar eftirsótt ungstirni á sínum snærum, Jude Bellingham, sem verður líklegast seldur frá félaginu næsta sumar.

„Það hafa engin tilboð borist í Jude Bellingham eins og staðan er í dag. Hann á eftir að taka ákvörðun um framtíðina. Við eigum eftir að ræða við hann og fjölskyldu hans en það er ekkert stress á því."


Athugasemdir
banner
banner