Khvicha Kvaratskhelia er genginn til liðs við PSG frá Napoli en franska liðið borgar um 70 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Kvaratskhelia skrifar undir samning sem gildir til ársins 2029. Hann fær um 9 milljónir evra í árslaun en hann var að fá um eina og hálfa milljón evra hjá Napoli.
Kvaratskhelia skrifar undir samning sem gildir til ársins 2029. Hann fær um 9 milljónir evra í árslaun en hann var að fá um eina og hálfa milljón evra hjá Napoli.
Hann er 23 ára gamall landsliðsmaður Georgíu en hann gekk til liðs við Napoli frá Dinamo Batumi í heimalandinu árið 2022 fyrir 13 milljónir evra.
Hann hefur verið einn besti sóknarmaður heims undanfarin ár en hann var hluti af liði Napoli sem vann ítölsku deildina árið 2023. Hann lék 107 leiki fyrir félagið og skoraði 30 mörk.
Athugasemdir