Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar: Mbappe var afbrýðisamur út í Messi
Mynd: EPA
Það hefur verið umtalað að PSG hafi ekki náð nógu góðum árangri þrátt fyrir að vera stjörnumprýtt undanfarin ár.

Neymar, Kylian Mbappe og Lionel Messi voru samherjar hjá franska liðinu frá 2021-2023 en Neymar segir í viðtali við brasilísku goðsögnina Romario að Mbappe hafi ekki náð tengslum við Messi og Neymar utan vallar.

„Mbappe var ekki pirrandi, ég held að hann hafi orðið svolitið afbrýðisamur. Ég lenti í ýmsu, við slóugumst örlítið. Hann var lykilmaður frá upphafi, ég kallaði hann alltaf 'Gulldrenginn'. Ég sagði honum að hann yri einn af bestu í heimi, ég hjálpaði honum alltaf og talaði alltaf við hann," sagði Neymar.

„Hann varð svolítið afbrýðisamur þegar Messi kom, hann vildi ekki deila mér með neinum," sagði Neymar og hló. „Þannig hófust slagsmálin, breytingar á hegðuninni."
Athugasemdir
banner
banner