„Það er jákvætt að halda hreinu og ná í þrjú stig. Það er bara að líta jákvætt á þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-0 sigur á Tindastóli í Lengjubikarnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 0 Tindastóll
„Þeir duttu mjög aftarlega og þetta var mjög hægt hjá okkur, boltinn var lengi á milli hjá okkur. Þar með náðum við ekki nægilega mikið að opna þá."
Tryggvi Guðmundsson skoraði eina mark leiksins og var það stórglæsilegt, frábært skot úr aukaspyrnu.
„Frábær spyrna og hann er dýrmætur á svona stundum. Þegar þú þarft að finna leiðir framhjá þykkum múr. Þá er gott að vera með mann sem getur þrætt hann í gegnum slíkt nálarauga."
Það er ekkert leyndarmál að Fylkir er í leit að sóknarmanni. Hvernig gengur sú leit?
„Hún gengur ágætlega og vonandi kemur eitthvað í ljós fljótlega. Við reynum að vanda okkur í þessu og endum vonandi með góðan aðila í þessu hjá okkur."
Viðtalið má sjá í heild sinni sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir