Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. febrúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dino Hodzic sagður á óskalista Ólsara
Lengjudeildin
Hodzic í leik með Kára síðasta sumar.
Hodzic í leik með Kára síðasta sumar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr Football hlaðvarpsins, segir að markvörðurinn Dino Hodzic sé á óskalista Víkings Ólafsvík.

Hodzic leikur með Kára í 2. deild en þar áður var hann á mála hjá ÍA. Þessi stóri og stæðilegi markvörður vakti athygli fyrir flotta frammistöðu með Kára síðasta sumar og varði hann fjölda vítaspyrna í 2. deildinni.

„Ólsararnir eru tilbúnir með veskið," sagði Hjörvar í Dr Football í gær. „Það verður áhugavert að sjá hvort þessi díll gangi í gegn."

Hodzic er króatískur og er 2,05 metrar á hæð. Hann spilaði í Danmörku og Ungverjalandi áður en hann kom til Íslands 2019.

Víkingur Ólafsvík hafnaði í níunda sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð. Gunnar Einarsson, fyrrum þjálfari Hodzic hjá Kára, tók við Ólsurum eftir síðasta tímabil.

Sjá einnig:
Bestur í 2. deild: Vítaspyrnur eru eins og rúlletta


Athugasemdir
banner
banner
banner