Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. febrúar 2021 14:29
Elvar Geir Magnússon
Reguilon enn meiddur
Sergio Reguilon.
Sergio Reguilon.
Mynd: Getty Images
Annað kvöld leikur Tottenham gegn Wolfsberger frá Austurríki í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni.

Í tilefni leiksins ræddi Jose Mourinho við fjölmiðla á fréttamannafundi í dag.

Á fundinum staðfesti hann að spænski bakvörðurinn Sergio Reguilon sé enn frá vegna vöðvameiðsla og ferðist ekki í leikinn.

Spilað verður í Búdapest í Ungverjalandi vegna heimsfaraldursins.

„Þetta er ákveðið ferli sem gengur ekki eins hratt fyrir sig og við héldum. Hann verður mögulega klár um helgina (útileikur gegn West Ham á sunnudag) eða næsta Evrópudeildarleik," segir Jose Mourinho.

„Ég mun velja liðið sem ég tel vera sterkast í þennan leik. Það er mikið álag og ég get ekki bara spilað á þeim sem hafa verið fyrstu kostir. En þeir sem munu spila eru góðir leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner