Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 17. febrúar 2023 21:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lee Mason hættur í dómgæslu eftir mistök helgarinnar (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Lee Mason er hættur sem VAR dómari í ensku úrvalsdeildinni. Þetta tilkynnti ensku dómarasamtökin í kvöld en ákvörðunin kemur eftir afdrifarík mistök hans í leik Arsenal og Brentford um síðustu helgi.


Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en mark Brentford átti aldrei að fá að standa þar sem Christian Norgaard leikmaður Brentford var rangstæður. Mason yfirsást það í VAR og dæmdi markið gilt.

Dómarasamtökin staðfestu í framhaldinu af því að hann muni ekki sjá um VAR dómgæslu um komandi helgi en það er nú staðfest að hann er alfarið hættur störfum.

„Dómarasamtökin geta staðfest að VAR dómarinn Lee Mason hefur yfirgefið sambandið í samráði við okkur. Lee var úrvalsdeildardómari í 15 ár og dæmdi 287 leiki á þeim tíma en sá síðasti var undir lok tímabilsins 2021/22. Við viljum þakka honum fyrir dygga þjónustu og óskum honum alls hins besta í framtíðinni," segir í yfirlýsingu frá dómarasamtökunum.


Enski boltinn - Ekki bara tveir hestar, heldur þrír
Athugasemdir
banner
banner