Arne Slot þjálfari Liverpool hefur byrjað feykilega vel í nýju starfi eftir að hafa tekið við af Jürgen Klopp síðasta sumar.
Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 60 stig eftir 25 umferðir. Liðið hefur sigrað 18 leiki, gert 6 jafntefli og tapað 1.
Frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar fyrir rúmlega 30 árum síðan hefur aðeins einum þjálfara tekist að byrja betur heldur en Slot.
Sá heitir José Mourinho og náði hann í 64 stig úr fyrstu 25 leikjunum við stjórnvölinn hjá Chelsea tímabilið 2004-05.
Chelsea endaði á að rúlla upp ensku úrvalsdeildinni það tímabilið, með 95 stig úr 38 umferðum. Arsenal endaði í öðru sæti með 83 stig.
Liverpool er með sjö stiga forystu á Arsenal í titilbaráttunni þegar 13 umferðir eru eftir.
Athugasemdir