Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 17. mars 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Manchester United lokar æfingasvæði sínu
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur bæst í hóp félaga á Englandi sem hafa lokað æfingasvæði sínu vegna kórónuveirunnar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gaf leikmönnum frí frá æfingum um helgina og í gær.

Leikmenn áttu að mæta til æfinga í dag en United hefur nú fetað í fótspor nágranna sína í Manchester City og lokað æfingasvæðinu.

Leikmenn liðsins fá allir æfingáaætlun sem þeir eiga að fylgja heima hjá sér.

Ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað til 4. apríl að minnsta kosti vegna kórónuveirunnar en mörg lið í deildinni hafa lokað æfingsvæðum sínum. Liverpool hefur til að mynda lokað sínu æfingasvæði næstu tvær vikurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner